— AFP
Frakkar urðu fyrsta þjóðin til að leggja loftárásum Bandaríkjahers gegn samtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið (IS) lið í gær. Franskar orrustuþotur gerðu fyrstu árásirnar á skotmörk á yfirráðasvæði samtakanna í norðausturhluta Íraks í gærmorgun.

Frakkar urðu fyrsta þjóðin til að leggja loftárásum Bandaríkjahers gegn samtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið (IS) lið í gær. Franskar orrustuþotur gerðu fyrstu árásirnar á skotmörk á yfirráðasvæði samtakanna í norðausturhluta Íraks í gærmorgun. Talsmenn Francois Hollande, forseta Frakklands, segja að fleiri árásir séu fyrirhugaðar.

Bandaríkjamenn hafa beitt loftárásum gegn IS frá því í byrjun ágúst. Í fyrradag samþykktu Bandaríkjamenn svo áform forsetans um að þjálfa og vopna uppreisnarmenn í Sýrlandi gegn samtökunum.