Fræðsla Á dagskrá er m.a. fræðsla um ullina og vinnustofur um prjónatækni.
Fræðsla Á dagskrá er m.a. fræðsla um ullina og vinnustofur um prjónatækni. — Morgunblaðið/Frikki
Íslenskir prjónadagar verða í menningarhúsi Íslendinga í Kaupmannahöfn, Norðurbryggju. Þar gefst gestum kostur á að læra um íslenskar prjónahefðir, mynstur, ull og íslensku lopapeysuna, eins og sjá má á Facebooksíðu.

Íslenskir prjónadagar verða í menningarhúsi Íslendinga í Kaupmannahöfn, Norðurbryggju. Þar gefst gestum kostur á að læra um íslenskar prjónahefðir, mynstur, ull og íslensku lopapeysuna, eins og sjá má á Facebooksíðu. Dagskráin er frá 12-17 bæði í dag og á morgun, sunnudaginn 21. september og tekur fjöldi Íslendinga þátt í fjölbreyttri dagskrá Prjónadaga sem skipulagðir voru af Höllu Benediktsdóttur. Fyrirlestrar verða fluttir um Norrænar prjónahefðir – Færeyjar vs. Ísland,

prjónaferðamennsku á Íslandi, hraðnámskeið í prjónamynstri og litun á ull með náttúrulitum.Vinnustofur standa gestum opnar og má þar til dæmis læra hvernig á að splæsa saman enda og setja rennilás í prjónaða peysu. Allt um Prjónadagana er að finna á Facebooksíðunni NordatlantensBrygge.