Fjölhæfir Meðlimir Rastrelli eru jafnvígir á klassíska tónlist, tangó og djass. Sellóin þeirra hljóma stundum eins og saxófónn, píanó eða bandóneon.
Fjölhæfir Meðlimir Rastrelli eru jafnvígir á klassíska tónlist, tangó og djass. Sellóin þeirra hljóma stundum eins og saxófónn, píanó eða bandóneon.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Söngkonan Guðrún Ingimarsdóttir kemur fram með sellókvartettinum Rastrelli á tónleikum í Reykholtskirkju í Borgarfirði í dag kl. 16 og í Listasafni Íslands annað kvöld kl. 20.

Söngkonan Guðrún Ingimarsdóttir kemur fram með sellókvartettinum Rastrelli á tónleikum í Reykholtskirkju í Borgarfirði í dag kl. 16 og í Listasafni Íslands annað kvöld kl. 20. Guðrún og Rastrelli Cello Quartett hafa starfað saman um árabil og hlotið góða dóma fyrir flutning sinn.

Stofnandi og listrænn stjórnandi Rastrelli er Kira Kraftsoff, en hann hefur unnið til fjölda verðlauna og komið fram sem einleikari með heimsþekktu hljómlistarfólki og hljómsveitum. Kvartettinn stofnaði hann fyrir 12 árum með tveimur fyrrverandi nemendum sínum og Sergej Drabkin, sem útsetur öll verkin sem þeir flytja.

Guðrún stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík áður en leið hennar lá til London í söngnám og þaðan í framhaldsnám við einsöngvaradeild Tónlistarháskólans í Stuttgart. Undanfarin ár hefur Guðrún starfað sem söngkona í Þýskalandi og á meginlandi Evrópu auk Íslands. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir söng sinn, m.a. í alþjóðlegu Erika Köth-söngkeppninni í Þýskalandi árið 1996.