Þorsteinn J. Vilhjálmsson
Þorsteinn J. Vilhjálmsson
Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur starfað í meira en 30 ár í fjölmiðlum og við kvikmyndagerð og er jafnan með mörg járn í eldinum. Í síðustu viku var mynd hans Ó borg mín borg, Chicago frumsýnd á RÚV.

Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur starfað í meira en 30 ár í fjölmiðlum og við kvikmyndagerð og er jafnan með mörg járn í eldinum. Í síðustu viku var mynd hans Ó borg mín borg, Chicago frumsýnd á RÚV. Þorsteinn segist hafa einlægan áhuga á sögum annarra og telur hann æskuna hafa þar áhrif.

„Mér finnst það alltaf jafnmikill heiður þegar einhver vill segja mér frá einhverju og leyfa mér að koma inn í þær aðstæður sem viðkomandi er í.“

Í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins ræðir Þorsteinn líf og störf og þá sýn sína að nýta þurfi þann tíma vel sem gefst í lífinu. Hann horfði sjálfur upp á móður sína fara illa með þau tækifæri sem hún fékk en hún var einstæð með tvö börn, Þorstein og tvíburasystur hans. „Stundum var allt í lagi, stundum var allt í steik vikum saman,“ segir Þorsteinn. „Þá þurftum við systkinin að bjarga okkur sjálf. Ég veit að þess vegna varð ég snemma mjög sjálfstæður. Það er svo merkilegt að börn finna bara einhvern veginn út úr þessu og sem betur fer átti ég tvíburasystur mína að.“

Föður sinn, Vilhjálm H. Vilhjálmsson stórkaupmann, þekkti hann ekki sem barn og var hann Þorsteini nánast ókunnugur er hann féll frá.