Grótta, Selfoss og Fjölnir hófu keppni í 1. deild karla í handknattleik í gærkvöldi með því að leggja andstæðinga sína. Grótta vann stóran sigur á Þrótti á Seltjarnarnesi, 33:18.
Grótta, Selfoss og Fjölnir hófu keppni í 1. deild karla í handknattleik í gærkvöldi með því að leggja andstæðinga sína. Grótta vann stóran sigur á Þrótti á Seltjarnarnesi, 33:18. Selfoss skellti Hömrunum frá Akureyri með níu marka mun, 29:20, en með Selfossi leikur hinn þrautreyndi markvörður Sebastian Alexandersson. Fjölnir lenti snemma undir gegn ÍH en sneri leiknum sér í hag og vann með fimm marka mun, 24:19, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik. iben@mbl.is