— Morgunblaðið/Ómar
Þau Sesselja Traustadóttir, Landspítalinn og Fjármálaeftirlitið hlutu í gær samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir starf sitt í þágu vistvænni samgangna.

Þau Sesselja Traustadóttir, Landspítalinn og Fjármálaeftirlitið hlutu í gær samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir starf sitt í þágu vistvænni samgangna. Þá hlaut Landspítalinn einnig Hjólaskálina í viðurkenningarskyni fyrir að hafa eflt hjólreiðar starfsmanna til og frá vinnustaðnum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Páli Matthíassyni, forstjóra spítalans, skálina við hátíðlega athöfn í Iðnó þar sem ráðstefnunni „Hjólum til framtíðar“ var nýlokið. Að afhendingu lokinni stigu þeir Dagur og Páll á bak og hjóluðu frá Iðnó hringinn í kringum Reykjavíkurtjörn og enduðu hjólatúrinn glaðir í bragði við Ráðhúsið í Reykjavík. sgs@mbl.is