Matvæli Þjóðin vill upprunamerkingar.
Matvæli Þjóðin vill upprunamerkingar.
Það skiptir meira en fjóra af hverjum fimm Íslendingum máli að upplýsingar um upprunaland séu á umbúðum matvæla við ákvörðun um kaup. Þar af telur tæpur helmingur, eða 48%, að það skipti miklu máli og rúmur þriðjungur, eða 35%, að það skipti nokkru...

Það skiptir meira en fjóra af hverjum fimm Íslendingum máli að upplýsingar um upprunaland séu á umbúðum matvæla við ákvörðun um kaup. Þar af telur tæpur helmingur, eða 48%, að það skipti miklu máli og rúmur þriðjungur, eða 35%, að það skipti nokkru máli. Aðeins 17% telja að það skipti litlu eða engu máli.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Bændasamtök Íslands og Neytendasamtökin sem eru í samstarfi um bættar upprunamerkingar matvæla.

Þá telja rúmlega sjö af hverjum tíu landsmanna að það sé óviðunandi að upprunalands hráefnis sé ekki getið á umbúðum unninna matvæla. Dæmi um slíkar afurðir eru innfluttar svínasíður, reyktar og sneiddar niður, til dæmis í beikon, en samkvæmt gildandi reglum telst land upprunaland ef umtalsverð umbreyting vörunnar hefur átt sér stað.

Tæpur helmingur, eða 46%, telur slíkar merkingar algerlega óviðunandi og fjórðungur telur þær að litlu leyti ásættanlegar. Aðeins tíundi hver telur skort á upplýsingum að mestu eða öllu leyti í lagi.

brynja@mbl.is