Dráttur Varðskipið Þór tekur á því á strandstað Green Freezer í gær.
Dráttur Varðskipið Þór tekur á því á strandstað Green Freezer í gær. — Morgunblaðið/Albert Kemp
Varðskipið Þór mun gera aðra tilraun í dag til að draga flutningaskipið Green Freezer af strandstað í Fáskrúðsfirði. Olíuskip er á staðnum og átti að létta flutningaskipið í nótt svo auðveldara yrði að ná því á flot.

Varðskipið Þór mun gera aðra tilraun í dag til að draga flutningaskipið Green Freezer af strandstað í Fáskrúðsfirði. Olíuskip er á staðnum og átti að létta flutningaskipið í nótt svo auðveldara yrði að ná því á flot.

Landhelgisgæslan ákvað seint í fyrrakvöld að beita íhlutunarrétti sem hún hefur samkvæmt lögum um verndun hafs og strandar og taka björgun skipsins í sínar hendur. Auðunn F. Kristinsson, verkefnastjóri á aðgerðarsviði Gæslunnar, segir að ákvörðunin grundvallist á því að Landhelgisgæslunni beri að koma í veg fyrir mengun. Útgerðin hafi ekki haft raunhæfar áætlanir um að draga skipið á flot og til öruggrar hafnar.

Varðskipið Þór reyndi að draga Green Freezer af strandstað í gærmorgun en skipið sat það fast að hluti dráttartaugarinnar slitnaði. Auðunn segir að reynt verði aftur þegar skipið hafi verið létt og dráttarbúnaðurinn endurbættur. Áformað er að draga skipið til hafnar á Fáskrúðsfirði. helgi@mbl.is