— Morgunblaðið/Eggert
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra setti alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í gær. Að því loknu ávarpaði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gesti í gegnum fjarfundabúnað. Þinginu lýkur annað kvöld.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra setti alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í gær.

Að því loknu ávarpaði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gesti í gegnum fjarfundabúnað.

Þinginu lýkur annað kvöld.

Á fremsta bekk sátu forsetahjónin, herra Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú.

Fram kemur á vef forsætisráðuneytisins að um 1.400 þátttakendur frá um 40 löndum sæki ráðstefnuna. Segir þar jafnframt að Sigmundur Davíð hafi í erindi sínu meðal annars greint „frá starfi ráðherranefndar um málefni norðurslóða, sem sett var á fót á síðasta ári og ætlað er að tryggja samræmda og heildstæða hagsmunagæslu Íslands á æðstu stigum stjórnsýslunnar,“ segir á vefnum en á öðrum vef, articcircle.org, má sjá myndskeið frá fundinum.

Á forsetavefnum, forseti.is, er greint frá ýmsum fundum sem Ólafur Ragnar hefur átt vegna þingsins, m.a. með fulltrúum bandaríska utanríkisráðuneytisins og varnarmálaráðuneytisins, og Lisu Murkowski, öldungadeildarþingmanni í Bandaríkjunum. baldura@mbl.is