Handbolti
Handbolti
Sænski handknattleiksmaðurinn Joacim Ernstsson fékk hjartastopp í leik með liði sínu, Lugi, í leik á móti Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í síðustu viku og verður að leggja skóna á hilluna.

Sænski handknattleiksmaðurinn Joacim Ernstsson fékk hjartastopp í leik með liði sínu, Lugi, í leik á móti Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í síðustu viku og verður að leggja skóna á hilluna.

„Ég fór í aðgerð þar sem komið var fyrir hjartagangráði,“ segir Ernstsson við Expressen. „Það gengur ekki að halda áfram. Læknarnir leyfa mér það ekki.“

Ernstsson hné niður eftir 14 mínútna leik. Læknir Lugi-liðsins bjargaði lífi hans með hjartastuðtæki. gummih@mbl.is