Stórsöngvari Ramey er einn besti bassabarítónn óperuheimsins.
Stórsöngvari Ramey er einn besti bassabarítónn óperuheimsins. — Ljósmynd/Tanja Niemann
Bandaríski bassabarítóninn Samuel Ramey mun syngja á jólatónleikum tenórsins Kristjáns Jóhannssonar sem fram fara í Eldborgarsal Hörpu 7. desember nk.

Bandaríski bassabarítóninn Samuel Ramey mun syngja á jólatónleikum tenórsins Kristjáns Jóhannssonar sem fram fara í Eldborgarsal Hörpu 7. desember nk. Ramey á að baki glæsilegan óperuferil og þykir einn besti bassabarítónn óperuheimsins síðustu áratugi og búa yfir óhemjumikilli breidd.

Auk Ramey syngja með Kristjáni Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Óperukórinn í Reykjavík og sinfóníuhljómsveit leikur undir. Stjórnandi á tónleikunum verður Garðar Cortes.

Á vef umboðsskrifstofunnar Ave, sem sér um skipulag tónleikanna, kemur fram að þeir verði léttklassískir og hátíðlegir tónleikar með fjölda þekktra jólalaga, ásamt völdum perlum úr heimi óperunnar í flutningi einvalaliðs frábærra listamanna. Tónlistarstjóri er Sigurður Snorrason klarinettuleikari.