Ástin Anna, Þóra og Nína leika verk sem tengjast ástinni í Hannesarholti.
Ástin Anna, Þóra og Nína leika verk sem tengjast ástinni í Hannesarholti.
Anna Jónsdóttir sópran, Þóra Passauer kontraalt og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari halda tónleika í Hannesarholti á morgun kl. 15.
Anna Jónsdóttir sópran, Þóra Passauer kontraalt og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari halda tónleika í Hannesarholti á morgun kl. 15. „Birtingarmyndir ástarinnar eru margvíslegar eins og við munum kynnast á þessum funheitu tónleikum,“ segir m.a. um tónleikana í tilkynningu. Anna, Þóra og Nína túlki blóðheitar og ástríkar konur sem ýmist bíði raunamæddar eftir svikulum elskhuga eða sitji sjálfar á svikráðum. Fluttar verða aríur, sönglög og dúettar.