Tríóið Flytur tónverk eftir Bach og sálma eftir Björn Halldórsson.
Tríóið Flytur tónverk eftir Bach og sálma eftir Björn Halldórsson.
Á tónleikum í Háteigskirkju á sunnudag kl. 17 flytur Tríó aftanblik tónlist eftir Johann Sebastian Bach og sálma eftir Björn Halldórsson í Laufási.
Á tónleikum í Háteigskirkju á sunnudag kl. 17 flytur Tríó aftanblik tónlist eftir Johann Sebastian Bach og sálma eftir Björn Halldórsson í Laufási. Úr smiðju Bach verður flutt trúarleg tónlist; fögur sönglög og aríur sem tónlistarunnendur þekkja, á borð við „Slá þú hjartans hörpustrengi“, „Air“ og „Mein glaubiges herze“. Björn Halldórsson er eitt af kunnustu sálmaskáldum þjóðarinnar og orti bæði veraldleg ljóð og sálma. Þekktir sálmar hans, á borð við „Sjá himins opnast hlið og „Á hendur fel þú honum“, fá að hljóma á tónleikunum. Tríó aftanblik skipa Gerður Bolladóttir sópran,Victoria Tarevskaia sellóleikari og Katalin Lörencz á orgel.