Græjan Sumir hafa nagandi áhyggjur af öryggi heimilisins á meðan heimilismeðlimir eru í vinnunni eða skólanum. Coocoon er áhugaverð ný tegund af heimavarnarkerfi sem getur slegið á áhyggjurnar.
Það sem greinir Cocoon frá öðrum kerfum er að tækið er mjög fyrirferðarlítið, varla á stærð við tennisbolta, og vaktar samt allt heimilið í einu.
Cocoon notar hreyfiskynjara og hljóðnema til að mæla hvort eitthvað óeðlilegt sé að gerast, lærir á daglegt mynstur heimilismeðlima og gæludýra og dregur þannig úr líkum á fölsku viðvörunarboði.
Vöktunin fer sjálfkrafa af stað þegar snjallsímar heimilismeðlima yfirgefa húsið og ef eitthvað er í ólagi sendir Cocoon skilaboð beint í símann og hægt að sjá á símaskjánum hvað er að gerast. Ef ljósin eru slökkt notar tækið næturlinsu svo enginn getur falið sig í myrkrinu.
Framleiðendurnir safna núna fyrir fyrsta upplagi á Indiegogo og byrja söluna við 299 dali.
ai@mbl.is