— Morgunblaðið/Ómar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sýndi fimleg handtök þegar hann felldi jólatré hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk í gær. Tréð verður fært íbúum Þórshafnar í Færeyjum að gjöf fyrir þessi jól.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sýndi fimleg handtök þegar hann felldi jólatré hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk í gær. Tréð verður fært íbúum Þórshafnar í Færeyjum að gjöf fyrir þessi jól.

Dagur fékk kennslu í skógarhöggi og viðeigandi öryggisbúnað hjá starfsmönnum Skógræktarfélagsins og felldi hann í kjölfarið jólatréð með vélsög. Um er að ræða 12 metra hátt sitkagreni sem var gróðursett fyrir um hálfri öld.

Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, mun færa Þórshafnarbúum tréð síðar í mánuðinum en þetta er í annað sinn sem Reykjavíkurborg og Skógræktarfélagið senda Færeyingum jólatré.