Vatnajökulsþjóðgarður Útgjöld vegna landvörslu aukast stöðugt.
Vatnajökulsþjóðgarður Útgjöld vegna landvörslu aukast stöðugt. — Morgunblaðið/RAX
Útgjöld Vatnajökulsþjóðgarðs og Umhverfisstofnunar vegna landvörslu námu 135,8 milljónum króna fyrstu 10 mánuði ársins og eru orðin hærri en allt árið í fyrra.

Útgjöld Vatnajökulsþjóðgarðs og Umhverfisstofnunar vegna landvörslu námu 135,8 milljónum króna fyrstu 10 mánuði ársins og eru orðin hærri en allt árið í fyrra.

Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur á Alþingi.

Fram kemur í svarinu, að frá árinu 2009 til ársins 2013 jukust útgjöld vegna landvörslu um 60% en á sama tíma fjölgaði erlendum ferðamönnum, sem komu til landsins um Leifsstöð, einnig um 60% eða úr tæpum 500 þúsund í tæp 800 þúsund í fyrra. Aukning í landvörslu hjá stofnununum, mælt í fjármagni sem þær verja til hennar, hafi því verið áþekk aukningu erlendra ferðamanna.

Í svarinu kemur fram, að hjá Umhverfisstofnun starfi nú sjö fastráðnir landverðir og tíu hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Til viðbótar þessu koma aðrir starfsmenn og sjálfboðaliðar að landvörslu.