Blóðgjöf Ewa Marcinek frá Wroclaw gaf blóð á þjóðhátíðardegi Póllands.
Blóðgjöf Ewa Marcinek frá Wroclaw gaf blóð á þjóðhátíðardegi Póllands. — Morgunblaðið/Ómar
Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir að á Íslandi gildi svipaðar reglur og víða erlendis í sambandi við blóðgjöf, og heilsufarsblöð á ensku auðveldi erlendum íbúum blóðgjöf hérlendis. Ákveðnar reglur gilda um blóðgjöf.

Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir að á Íslandi gildi svipaðar reglur og víða erlendis í sambandi við blóðgjöf, og heilsufarsblöð á ensku auðveldi erlendum íbúum blóðgjöf hérlendis.

Ákveðnar reglur gilda um blóðgjöf. Sveinn bendir á að erlendir ferðamenn geti ekki gefið blóð hérlendis, en útlendingar, sem hafi fasta búsetu á Íslandi og séu með íslenska kennitölu, geti gefið blóð, sé skilyrðum um heilsufar og fleira fullnægt.

Í hinum norrænu löndunum eru upplýsingablöð um blóðgjöf og spurningalistar einungis á viðkomandi tungumáli, að sögn Sveins. „Við ákváðum að taka skrefið lengra,“ segir hann og bætir við að tryggt sé að blóðgjafi fái upplýsingar um öryggi og öryggismál, skilji spurningalistann og geti spurt á íslensku eða ensku.

Sveinn bendir á að margir útlendingar, sem hér búi vegna vinnu eða náms, hafi vanist því í sínu heimalandi að gefa blóð og geri það áfram hérlendis. steinthor@mbl.is