Nýtt hlutverk Báturinn kom til landsins í gær og var fluttur á Akranes.
Nýtt hlutverk Báturinn kom til landsins í gær og var fluttur á Akranes. — Ljósmynd/Björgunarfélag Akraness
Björgunarfélag Akraness hefur fest kaup á bát af gerðinni Halmatic 35 frá Bretlandi en hann var smíðaður fyrir breska sjóherinn árið 1996. Báturinn kom til landsins í gær.

Björgunarfélag Akraness hefur fest kaup á bát af gerðinni Halmatic 35 frá Bretlandi en hann var smíðaður fyrir breska sjóherinn árið 1996. Báturinn kom til landsins í gær. Fyrsta verk var að fara með bátinn í slipp þar sem hann verður útbúinn tækjum og búnaði sem þarf til að gera hann að björgunarbáti.

Mikið af hugmyndum Björgunarfélagsins er ennþá á hönnunarstigi og því ljóst að nokkur tími líður þar til báturinn er orðinn hæfur til útkalls.

Leysir hinn nýi bátur af hólmi harðbotna slöngubát sem var kominn til ára sinna.

Skrokkur bátsins er 10,5 metrar á lengd, 3,4 metrar á breidd og ristir 1,2 metra í sjó. Hann er að mestu yfirbyggður og með góðu plássi innanhúss fyrir áhöfn, sjúklinga og aðra farþega.

Mikil vinna og kostnaður er því eftir þótt báturinn sé kominn í heimahöfn.