Tvöfaldur diskur með öllum lögum hljómsveitarinnar Pelican verður gefinn út eftir helgi í Bretlandi af útgáfufyrirtækinu RPM International sem hefur áður gefið út disk helgaðan íslensku poppi á árunum 1972-77, Poppsaga: Iceland's Pop Scene 1972-1977.
Tvöfaldur diskur með öllum lögum hljómsveitarinnar Pelican verður gefinn út eftir helgi í Bretlandi af útgáfufyrirtækinu RPM International sem hefur áður gefið út disk helgaðan íslensku poppi á árunum 1972-77, Poppsaga: Iceland's Pop Scene 1972-1977. Enski tónlistarblaðamaðurinn Kieron Tyler, sem hefur m.a. skrifað fyrir tímaritið Mojo og er mikill áhugamaður um íslenska tónlist, á heiðurinn af útgáfu diskanna og Dr. Gunni ritaði texta í bæklinga þeirra.