Þrír sænskir ríkisborgarar, sem hafa barist fyrir málstað samtakanna Ríkis íslams, féllu í loftárás Bandaríkjamanna í sýrlenska bænum Kobane á sunnudag. Þetta kemur fram í sænska dagblaðinu Expressen.
Þrír sænskir ríkisborgarar, sem hafa barist fyrir málstað samtakanna Ríkis íslams, féllu í loftárás Bandaríkjamanna í sýrlenska bænum Kobane á sunnudag. Þetta kemur fram í sænska dagblaðinu Expressen. Tveir mannanna féllu samstundis en sá þriðji lést af sárum sínum eftir þessa sömu árás. Sænska utanríkisráðuneytið hefur ekki staðfest fregnirnar. Í frétt Expressen kemur fram að allir mennirnir hafi verið af sómölskum uppruna. Þá segir að í hverri viku fari sex til sjö Svíar til Sýrlands til að berjast við hlið vígamanna Ríkis íslams. Kobane hefur sætt árásum vígamanna samtakanna síðan um miðjan september en bærinn hefur verið varinn af kúrdískum bardagamönnum.