Í frumvarpi til fjáraukalaga er lagt til að veitt verði 580 milljóna króna framlag til endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

Í frumvarpi til fjáraukalaga er lagt til að veitt verði 580 milljóna króna framlag til endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Mikil aukning í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta hér á landi hefur leitt til þess að endurgreiðslur stefna verulega fram úr fjárheimildum á þessu fjárlagaári.

Tillagan gerir ráð fyrir að ríflega 370 milljónum af endurgreiðslunum, sem hefðu að öllu óbreyttu átt að greiðast fyrir lok þessa árs, verði frestað til ársins 2015. Að teknu tilliti til þeirrar frestunar er áætlað að endurgreiðslurnar verði nærri 1.670 milljónum á árinu 2014. Þar sem afgangsheimildir á þessum lið frá árinu 2013 nema 255 milljónum kr. og 837 milljóna fjárheimild er veitt í fjárlögum 2014 er þörf fyrir viðbótarfjárheimild sem nemur 580 milljónum króna.