Útflutningur á léttsöltuðum frosnum þorski hefur tvöfaldast milli ára.
Útflutningur á léttsöltuðum frosnum þorski hefur tvöfaldast milli ára. — Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þorskur Útflutningur á léttsöltuðum frosnum þorskflökum hefur aukist töluvert það sem af er ári, samanborð við sama tímabil í fyrra, eða rúmlega 100% á milli ára. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru flutt út tæplega 5.500 tonn af vörunni en rúmlega 2.

Þorskur

Útflutningur á léttsöltuðum frosnum þorskflökum hefur aukist töluvert það sem af er ári, samanborð við sama tímabil í fyrra, eða rúmlega 100% á milli ára.

Á fyrstu níu mánuðum ársins voru flutt út tæplega 5.500 tonn af vörunni en rúmlega 2.700 tonn á sama tíma í fyrra. Stærsti markaðurinn fyrir þessa vörutegund er Spánn en þangað fara tæplega 70% af léttsöltuðu flökunum.

Samkvæmt útflutningstölum hefur útflutningar á frystum flökum aukist um 6% á fyrstu mánuðum ársins, samanborið við sama tímabil í fyrra. Tæplega 50% framleiðslunnar fara til Spánar. Verð á vörunni í evrum hefur hækkað á milli ára um tæplega 14% það sem af er ári.