Fjárfestingafélagið Mata eignaðist 16,175% hlut í Straumi sl. sumar.
Fjárfestingafélagið Mata eignaðist 16,175% hlut í Straumi sl. sumar. — Morgunblaðið/Kristinn
Fjárfestingar Eignarhaldsfélagið Mata hf. hagnaðist um ríflega 452 milljónir króna á síðasta ári samanborið við tap að fjárhæð 63 milljónir árið áður. Guðný, Eggert, Halldór og Gunnar Gíslabörn standa á bak við fjárfestingafélagið Mata.

Fjárfestingar

Eignarhaldsfélagið Mata hf. hagnaðist um ríflega 452 milljónir króna á síðasta ári samanborið við tap að fjárhæð 63 milljónir árið áður.

Guðný, Eggert, Halldór og Gunnar Gíslabörn standa á bak við fjárfestingafélagið Mata. Fara þau öll með 25% í félaginu. Þau eiga einnig Mata hf. sem er leiðandi fyrirtæki í sölu og dreifingu ávaxta og grænmetis til verslana og veitingastaða.

Eignir félagsins námu 1.162 milljónum í árslok 2013. Eigið fé var 496 milljónir og eiginfjárhlutfall Mata er því tæplega 43%. Helsta eign Mata er í fasteignafélaginu Sundagörðum.

Fjárfestingafélagið Mata var í hópi einkafjárfesta sem keyptu meirihluta í Straumi fjárfestingabanka sl. sumar af eignaumsýslufélaginu ALMC. Er hlutur félagins í Straumi 16,175% og á Gunnar Þór Gíslason sæti í stjórn bankans.