Í vinnslu Emily Carding í verkinu Ríkharði III. (fyrir eina konu).
Í vinnslu Emily Carding í verkinu Ríkharði III. (fyrir eina konu).
Leikverkið Ríkharður III. (fyrir eina konu) verður sýnt kl. 19 í kvöld í Tjarnarbíói. Verkið er unnið upp úr leikriti Williams Shakespeare og er verk í vinnslu, leikið af Emily Carding og framleitt af leikhópnum Brite Theater.

Leikverkið Ríkharður III. (fyrir eina konu) verður sýnt kl. 19 í kvöld í Tjarnarbíói. Verkið er unnið upp úr leikriti Williams Shakespeare og er verk í vinnslu, leikið af Emily Carding og framleitt af leikhópnum Brite Theater. Leikstjóri er Kolbrún Björt Sigfúsdóttir og hafa þær Carding rannsakað verkið í vinnustofu í Tjarnarbíói frá 3. nóvember sl., afstöðu sína til stjórnmálamanna, samband Ríkharðs við áhorfendur og hvort það breyti einhverju að Ríkharður III. sé kona í verkinu. Áhorfendum er boðið að taka þátt í ferlinu, kynnast Ríkharði, hjálpa honum að verða konungur, vera dregnir á tálar og deyja fyrir það eitt að standa milli hans og krúnunnar í forsal Tjarnarbíós, eins og segir í tilkynningu. Brite Theater-leikhópurinn er nýkominn af London Horror Festival þar sem hann sýndi verkið Shakespeare in Hell við góðar undirtektir.

Frekari upplýsingar um leikhópinn og fyrri verk þeirra Kolbrúnar og Emily má finna á kolbrunbjort.ideastap.com.