Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr Veiðikortasjóði til vöktunar og rannsókna á stofnum villtra dýra sem heimilt er að veiða. Til úthlutunar eru tekjur af sölu veiðikorta til skotveiðimanna 2014.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr Veiðikortasjóði til vöktunar og rannsókna á stofnum villtra dýra sem heimilt er að veiða. Til úthlutunar eru tekjur af sölu veiðikorta til skotveiðimanna 2014.

Skriflegar umsóknir skulu berast ráðuneytinu, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík og með tölvupósti á postur@uar.is, merktar Veiðikortasjóður 2014, fyrir mánudaginn 19. janúar 2014. Umsóknareyðublað er að finna á vef Umhverfisstofnunar (ust.is). Konur jafnt sem karlar eru hvött til að senda inn umsóknir. Ráðuneytið stefnir að því að úthluta styrkjum svo fljótt sem auðið er, að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og ráðgjafanefndar.

Unnið er að endurskoðun fyrirkomulags úthlutunar sjóðsins.