Nálgunarbann Má ekki nálgast konuna, heimili hennar eða vinnustað.
Nálgunarbann Má ekki nálgast konuna, heimili hennar eða vinnustað. — Morgunblaðið/Kristinn
Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms frá 19. desember s.l. um nálgunarbann. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 9. desember s.l. um að karlmaður skuli sæta nálgunarbanni í hálft ár.

Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms frá 19. desember s.l. um nálgunarbann. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 9. desember s.l. um að karlmaður skuli sæta nálgunarbanni í hálft ár. Hann má ekki koma á eða í námunda við heimili konu eða vinnustað hennar. Þá er lagt bann við því að maðurinn veiti henni eftirför, nálgist hana á almannafæri eða setji sig í samband við hana með öðrum hætti svo sem tölvupósti, skilaboðum á Facebook eða í síma.

Samkvæmt framburði konunnar byrjaði áreitnin fyrst á árinu 2011 og hafði staðið með hléum síðan þá. Leiðir þeirra lágu fyrst saman árið 2011 þegar þau sóttu sama námskeið í Háskóla Íslands. Konan sagði að maðurinn hefði áreitt sig margvíslega og ónáðað. Hann reyndi m.a. ítrekað að ná tali af henni, þótt hún vildi ekkert með hann hafa, hringdi í hana og króaði hana af. Þá fékk hún nafnlausar hótanir í tölvupóstum.

Maðurinn viðurkenndi við skýrslutöku að hafa sent konunni fjölda skilaboða og gekkst við því að hafa ekki látið hana í friði, þótt hún hefði beðið um það. gudni@mbl.is