Margir þurfa aðstoð á vegum úti, meðal annars vegna sprunginna hjólbarða. Einhverra hluta vegna virðast þó flestir hjálparþurfi á mánudögum því flest útköll bárust Bresku bíleigendasamtökunum á þeim degi í fyrra.
Margir þurfa aðstoð á vegum úti, meðal annars vegna sprunginna hjólbarða. Einhverra hluta vegna virðast þó flestir hjálparþurfi á mánudögum því flest útköll bárust Bresku bíleigendasamtökunum á þeim degi í fyrra.
Útköll sem neyðarsveitir á borð við lögreglu, slökkvilið og viðgerðarþjónustumenn samtaka félaga bifreiðaeigenda geta verið af ýmsum toga – og það jafnvel fáránlegum.

Útköll sem neyðarsveitir á borð við lögreglu, slökkvilið og viðgerðarþjónustumenn samtaka félaga bifreiðaeigenda geta verið af ýmsum toga – og það jafnvel fáránlegum.

Bresku bíleigendasamtökunum AA bárust um þrjár milljónir aðstoðarbeiðna á nýliðnu ári og þar af voru margar sérkennilegar. Þjónustuliðar þeirra frelsuðu meðal annars snáka, þvottabirni, marsvín og smábörn úr bílum á árinu, sem eigendur höfðu læst sig út úr.

Þar af hringdu 2.410 manns er höfðu óvart læst kornabörn inni í bílnum og ekki getað opnað þar sem lyklarnir voru inni í honum. Því til viðbótar bárust 1.014 hjálparbeiðnir vegna gæludýra sem læst höfðu inni.

Mánudagar standa undir því að vera sagðir til mæðu því á þeim vikudegi bárust að jafnaði flestar hjálparbeiðnirnar. Voru þær að jafnaði eitt þúsund fleiri þá en aðra daga. Mestar voru annirnar 24. nóvember er AA tók við 14.501 bilana- og hjálparbeiðni en að meðaltali voru þær 9.337 á dag árið 2014.

Algengastar beiðnir voru vegna tómra rafgeyma eða 427.586 talsins. Því næst sprungin dekk eða í 373.746 tilvika og í þriðja sæti á lista yfir helstu hjálparbeiðnir voru biluð ljós. Þar á eftir komu bilanir í riðstraumsrafal og kúplingu. Í alls 40.072 tilfella hjálpuðu þjónustuliðar AA-fólki sem dælt hafði röngu eldsneyti á bíl sinn, eða um 110 sinnum á dag.

agas@mbl.is