Startarinn er hér neðst í hnapparöðinni í Lincoln MKC-bíl en verður færður efst í hana. Inköllunin nær til tugþúsunda eintaka af þessari tegund.
Startarinn er hér neðst í hnapparöðinni í Lincoln MKC-bíl en verður færður efst í hana. Inköllunin nær til tugþúsunda eintaka af þessari tegund.
Tugir milljóna bíla voru innkallaðir á nýliðnu ári vegna öryggisþátta ýmiss konar. Var það eflaust til bóta fyrir ökumenn og farþega og til að auka á öryggi þeirra. En innkallanir geta verið af margvíslegum toga og stundum býsna óvenjulegum.

Tugir milljóna bíla voru innkallaðir á nýliðnu ári vegna öryggisþátta ýmiss konar. Var það eflaust til bóta fyrir ökumenn og farþega og til að auka á öryggi þeirra.

En innkallanir geta verið af margvíslegum toga og stundum býsna óvenjulegum.

Þannig hefur Ford ákveðið að innkalla Lincoln MKC bíla af árgerðinni 2015 til að breyta röð hnappa við hlið aðgerðarskjás á hvalbak bílsins.

Verður ræsihnappur bílsins færður efst í hnapparöðina en hann hefur verið neðst í henni. Kemur innköllunin til framkvæmda í febrúar, en hún nær til bíla sem framleiddir voru fyrir september sl. Hinni óheppilegu hnapparöð var breytt í þeim mánuði.

Innköllunin nær til 13.574 bíla sem seldir hafa verið til þessa í Norður-Ameríku og Mexíkó; 11.144 í Bandaríkjunum, 2.033 í Kanada og 397 í Mexíkó. Breytingin er gerð þar sem ökumenn og farþegar hafa haft tilhneigingu til að reka sig í hnappinn á núverandi stað með þeim afleiðingum að drepst á bílnum sem getur verið óheppilegt á ferð. Að sögn Ford er þó ekki vitað um nein slys vegna þessa. Með því að færa hann efst í hnapparöðina er talið að þessi möguleiki á misnotkun starthnappsins sé útilokaður.

Til að leysa vandann þarf auk þess að færa starthnappinn á nýjan stað meðal annars að forrita stjórnborð og stjórntölvu aflrásarinnar upp á nýtt.

agas@mbl.is