Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Ástu Þórarinsdóttur nýjan formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins. Ásta er framkvæmdastjóri Evu ehf., móðurfélags Sinnum, sem starfar á velferðarsviði.

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Ástu Þórarinsdóttur nýjan formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins. Ásta er framkvæmdastjóri Evu ehf., móðurfélags Sinnum, sem starfar á velferðarsviði. Hún er hagfræðingur að mennt og starfaði hjá bankaeftirliti Seðlabanka Íslands frá 1994 og síðar Fjármálaeftirlitinu allt til ársins 2005.

Samkvæmt lögum fer þriggja manna stjórn, skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra til fjögurra ára í senn, með yfirstjórn FME. Auk Ástu taka Tómas Brynjólfsson og Arnór Sighvatsson sæti í nýrri stjórn, en varamenn eru Friðrik Ársælsson, Ástríður Jóhannesdóttir og Harpa Jónsdóttir.