Norðurál Hópurinn sem útskrifaðist úr framhaldsnámi ásamt Ragnari Guðmundssyni, forstjóra, Gunnari Guðlaugssyni, framkvæmdastjóra á Grundartanga, og Hörpu B. Guðfinnsdóttur fræðslustjóra.
Norðurál Hópurinn sem útskrifaðist úr framhaldsnámi ásamt Ragnari Guðmundssyni, forstjóra, Gunnari Guðlaugssyni, framkvæmdastjóra á Grundartanga, og Hörpu B. Guðfinnsdóttur fræðslustjóra.
Þrjátíu og fjórir nemendur útskrifuðust frá Stóriðjuskóla Norðuráls í desember, sextán úr grunnnámi og átján úr framhaldsnámi. Skólinn hefur verið starfræktur frá 2012 en þetta er í fyrsta sinn sem hópur útskrifast úr framhaldsnámi við skólann.
Þrjátíu og fjórir nemendur útskrifuðust frá Stóriðjuskóla Norðuráls í desember, sextán úr grunnnámi og átján úr framhaldsnámi. Skólinn hefur verið starfræktur frá 2012 en þetta er í fyrsta sinn sem hópur útskrifast úr framhaldsnámi við skólann. Í tilkynningu kemur fram að skólinn virðist hafa hvatt starfsfólk til frekara náms. Stór hluti nemenda sem hafa útskrifast úr grunnnámi sækir um inngöngu í framhaldsnám Stóriðjuskólans. Þá eru dæmi um að fyrrverandi og núverandi nemendur hafi farið í trésmíði, rafvirkjun, vélvirkjun og almennt bóknám. Norðurál er í samstarfi við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi og Fjölbrautaskóla Vesturlands um námið, en auk þess koma sérfræðingar frá Norðuráli að kennslunni.