Flug Horft yfir brottfararsalinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík.
Flug Horft yfir brottfararsalinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. — Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Flugfreyjum og flugþjónum hjá flugfélaginu WOW air fjölgar um 50 í sumar. Á síðasta ári voru 100 manns í þessum störfum en verða 150 í sumar. Flugliðarnir eru ráðnir úr hópi fólks sem sótti um á síðasta ári.

Flugfreyjum og flugþjónum hjá flugfélaginu WOW air fjölgar um 50 í sumar. Á síðasta ári voru 100 manns í þessum störfum en verða 150 í sumar. Flugliðarnir eru ráðnir úr hópi fólks sem sótti um á síðasta ári.

Icelandair ræður um 100 starfsmenn í flugfreyju- og -þjónsstarfið í ár, líkt og undanfarin ár, vegna stækkunar leiðakerfisins og aukinna umsvifa.

Auglýsa annað hvert ár

„Við höfum undanfarin ár auglýst þessi störf laus til umsóknar annað hvert ár. Þegar við auglýsum fáum við langleiðina í tvö þúsund umsóknir frá mjög öflugu fólki, og nýtum okkur þær umsóknir og úrvinnsluferlið til tveggja ára. Hluti af þessum hópi, það er að segja þeir sem stóðust allar kröfur en fengu ekki ráðningu fyrir sumarið 2014, fékk þá að vita að starf sumarið 2015 stæði til boða,“ segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair.

Undirbúningsnámskeið hjá báðum flugfélögunum eru hafin og munu standa fram eftir vetri.