Volvo-bílar runnu út sem heitar lummur í Noregi í desember. Af þeim seldist V70-bíllinn best.
Volvo-bílar runnu út sem heitar lummur í Noregi í desember. Af þeim seldist V70-bíllinn best.
Hinir sænsku Volvo-bílar rokseldust í Noregi í nýliðnum desembermánuði. Sátu einstök módel frá Volvo í fjórum af fimm efstu sætum lista yfir söluhæstu bílana í jólamánuðinum.

Hinir sænsku Volvo-bílar rokseldust í Noregi í nýliðnum desembermánuði. Sátu einstök módel frá Volvo í fjórum af fimm efstu sætum lista yfir söluhæstu bílana í jólamánuðinum.

Volkswagen er með meiri hlutdeild í norska bílamarkaðinum 2014 en nokkurt annað eða 15,1%. Í öðru sæti er Toyota með 11,2% hlutdeild og Volvo í þriðja með 7,7%, samkvæmt upplýsingum frá samgöngustofunni norsku (OFV).

Segja má hins vegar að Volvo hafi unnið nokkurs konar stórslemmu í jólamánuðinum. Þegar tveir vinnudagar voru eftir af árinu var hlutdeild sænska bílsmiðsins í desember 15,6%. Aðeins Volkswagen kom betur út með 16,6% skerf.

Volvo-módelin sem þá rokseldust voru V70, sem var söluhæstur, V40, XC60 og V60. Aðeins VW Golf var nýskráður í meiri fjölda en einstakir bílar Volvo.

Nýjar reglur um kaupleigu á bílum eru sagðar skýra mikla sölu Volvo-bíla í Noregi í desember. Frá nýliðnum áramótum gilda slíkir samningar til fjögurra ára í stað þriggja áður.

agas@mbl.is