Jordi Alba
Jordi Alba
Jordi Alba, bakvörður í liði Barcelona, sló 82 ára gamalt met þegar hann skoraði sjálfsmark í leiknum gegn Real Sociedad í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld sem reyndist eina mark leiksins.

Jordi Alba, bakvörður í liði Barcelona, sló 82 ára gamalt met þegar hann skoraði sjálfsmark í leiknum gegn Real Sociedad í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld sem reyndist eina mark leiksins. Alba varð fyrir því óláni að koma boltanum í eigið mark eftir aðeins 82 sekúndur, það fyrsta í sögu Barcelona sem skorað er svo snemma leiks. Árið 1933 skoraði Francisco Alcoriza sjálfsmark í liði Barcelona eftir 6 mínútna leik.

Sjálfsmarkið sem Alba skoraði í leiknum á móti Alfreð Finnbogasyni og samherjum var hans annað á keppnistímabilinu en hann hefur alls skorað þrjú sjálfsmörk í búningi Katalóníuliðsins. Aðeins Sergi Barjuán hefur skorað fleiri, eða 5 talsins. gummih@mbl.is