Úrslitaspilið.

Úrslitaspilið. A-AV

Norður
98
D1092
K94
7643

Vestur Austur
1073 KD654
74 ÁKG65
DG753 106
Á92 D

Suður
ÁG2
83
Á82
KG1085

Norður spilar 5 dobluð.

Sigurður Skagfjörð missti af fyrsta spili Íslandsmótsins í Butler. Hann kom of seint og áhorfandi hljóp í skarðið. Móður og másandi rétt náði hann í tæka tíð fyrir næsta spil og settist í suður – en með norðurhöndina, því bakkinn sneri öfugt. Ekki stórmál.

Kjartan Ásmundsson vakti á 1, Sigurður sagði 2, Guðmundur Snorrason studdi sinn makker í 2 og Sigurjón Harðarson í norður barðist í 3. Bútaslagur? Ekki beinlínis. Kjartan sagði 3, Sigurður 4, Guðmundur 4 og Sigurjón 5. Dobl og 800 niður.

„Ég vildi ýta þeim í dáninn,“ útskýrir Sigurður baráttuna í 4, en Sigurjón skildi sögnina hins vegar sem tillögu um fórn. Algengur skoðanamunur og oft kostnaðarsamur.

Sigurður og Sigurjón enduðu í öðru sæti, nokkuð á eftir Kjartani og Guðmundi. „Þetta var úrslitaspil mótsins, eftir á að hyggja,“ rifjar Sigurður upp: „Og ég var með vitlaus spil.“