Hundslappadrífa í Reykjavík
Hundslappadrífa í Reykjavík — Morgunblaðið/Golli
Þó veðrið geti verið óútreiknanlegt komast veðurfræðingar oft glettilega nálægt því að spá um hvaða áhrif lægðir og hæðir hafa á veðrið á hinum ýmsu stöðum landsins hverju sinni. Á næstunni má gera ráð fyrir nokkrum umhleypingum.
Þó veðrið geti verið óútreiknanlegt komast veðurfræðingar oft glettilega nálægt því að spá um hvaða áhrif lægðir og hæðir hafa á veðrið á hinum ýmsu stöðum landsins hverju sinni. Á næstunni má gera ráð fyrir nokkrum umhleypingum. Í dag er spáð ríkjandi suðvestanátt og éljagangi en að mestu þurru veðri norðan- og austanlands. Síðan snýst hann í vaxandi suðaustanátt síðdegis með slyddu eða rigningu í kvöld.