„Okkur barst boð frá Katar um að senda 20 manns frá Íslandi til þess að fylgjast með heimsmeistaramótinu og styðja við bakið á íslenska landsliðinu.

„Okkur barst boð frá Katar um að senda 20 manns frá Íslandi til þess að fylgjast með heimsmeistaramótinu og styðja við bakið á íslenska landsliðinu. Stjórn Handknattleikssambandsins tók þá ákvörðun að þiggja boðið,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, um ferð 20 íslenskra stuðningsmanna landsliðsins á heimsmeistaramótið sem hefst í Katar 15. janúar.

Íslenska landsliðið lék sinn síðasta leik hér heima fyrir heimsmeistaramótið í gærkvöld þegar það hafði betur gegn Þjóðverjum í Laugardalshöllinni, 25:24.

Íþróttir