JAPAN-NEW YEAR-CALLIGRAPHY Contestants write letters during the 51st annual new year Calligraphy contest at the Budokan hall in Tokyo on January 5, 2015. About 3,150 people participated in the calligraphy contest to celebrate the start of the new year. AFP PHOTO / TOSHIFUMI KITAMURA
JAPAN-NEW YEAR-CALLIGRAPHY Contestants write letters during the 51st annual new year Calligraphy contest at the Budokan hall in Tokyo on January 5, 2015. About 3,150 people participated in the calligraphy contest to celebrate the start of the new year. AFP PHOTO / TOSHIFUMI KITAMURA — AFP
Í Japan er hefð fyrir því að fagna nýju ári með því að draga fagurlega upp hefðbundið myndletur eða kalligrafíu og spreytir fólk sig þá til að mynda á ritun ljóða eða annarra stemninga. Í Tókýóborg söfnuðust rúmlega 3.

Í Japan er hefð fyrir því að fagna nýju ári með því að draga fagurlega upp hefðbundið myndletur eða kalligrafíu og spreytir fólk sig þá til að mynda á ritun ljóða eða annarra stemninga.

Í Tókýóborg söfnuðust rúmlega 3.100 manns saman í Budokan-höllinni í gær og tóku þátt í kalligrafíukeppni til að halda upp á nýtt ár og að sýna snilli sína í þessari gömlu og mikils metnu list. Sérstakir penslar eru notaðir við skriftina og blekið dregið af bleksteinum, sem þykja þeim mun betri eftir því sem þeir eru eldri, og þá skiptir jafnvægi leturs og hvíta rýmisins á örkunum miklu máli.

Uppruni japanskrar skrautskriftar liggur í fornum kínverskum rithefðum og táknum. Elsti texti sem talinn er japanskur er frá sjöundu öld og á næstu öldum þar á eftir þróaðist japanskt myndmál mikið og sú ritlist sem fólk nýtur þess að stunda í dag varð til.