Eigendur félaga sem skráð voru í svokölluðum lágskattaríkjum á árunum 2010-2012 og fyrri hluta ársins 2013 gætu átt rétt á skattalegum frádrætti nokkur ár aftur í tímann.

Eigendur félaga sem skráð voru í svokölluðum lágskattaríkjum á árunum 2010-2012 og fyrri hluta ársins 2013 gætu átt rétt á skattalegum frádrætti nokkur ár aftur í tímann. Þannig eiga þessir eigendur rétt á að nýta sér rekstrartap félaga í lágskattaríkjum, þannig að þeir greiði lægri skatt af öðrum tekjum sínum. Þetta var staðfest af yfirskattanefnd í júní síðastliðnum.

Nú er liðinn sex mánaða frestur Ríkisskattstjóra til að mæla með því við fjármála- og efnahagsráðherra, að leitað verði eftir ógildingu úrskurðarins fyrir dómi. Er því ljóst að úrskurðurinn stendur. 16