Lítill ef nokkur munur verður á Skoda Superb af þriðju kynslóðinni og Volkswagen Passat.
Lítill ef nokkur munur verður á Skoda Superb af þriðju kynslóðinni og Volkswagen Passat.
Mikill vöxtur var í bílasölu hjá Skoda hinum tékkneska á nýliðnu ári. Og bílsmiður sá slær ekki slöku við því hann kemur á götuna með vorinu með nýja kynslóð af Skoda Superb sem sagður er standa nær Volkswagen Passat að kostum og gæðum en nokkru sinni.

Mikill vöxtur var í bílasölu hjá Skoda hinum tékkneska á nýliðnu ári. Og bílsmiður sá slær ekki slöku við því hann kemur á götuna með vorinu með nýja kynslóð af Skoda Superb sem sagður er standa nær Volkswagen Passat að kostum og gæðum en nokkru sinni.

Eftir fall Berlínarmúrsins fyrir aldarfjórðungi hófu Tékkar einkavæðingu ríkisfyrirtækja og fengu Volkswagen til liðs við Skoda í desember 1990. Stækkaði hlutur VW með árunum og var Skoda komið í fulla eign Þjóðverja árið 2000.

Öll smíðistækni Volkswagen hefur streymt til Tékklands og smiðjan þar verið nútímavædd. Með þeim árangri að Skoda-bílar eins og Citigo, Fabia og Octavia standa í svo til engu að baki Up, Polo og Golf frá Volkswagen. Val þarna á milli gæti fyrst og fremst mótast af persónulegum forgangsþáttum, hefðum og vana. Danskir bílablaðamenn ganga svo langt að segja að eitt vegi líka þungt á kostnað Skoda og það sé snobb, sem taki fremur afstöðu með VW-bílum.

Þriðju kynslóð Skoda Suberb verður hleypt af stokkum í Prag í mars, skömmu fyrir bílasýninguna í Genf. Við smíði hans verða brúkaðir margir sömu íhlutir og er að finna í VW Passat. Alþjóðleg bílablöð búast við að hann verði flottari og fínni en nokkru sinni. Meðal annars vegna þess að hann verður búinn sama öryggis- og lúxusbúnaði og Passat.

Superb verður byggður upp af sama undirvagni og Passatinn nýi. Hann er nýr og sagður léttari en sá fyrri. Þótt undirvagninn verði eins verður hjólhaf Superb ögn meira, sem mun skapa meira rými fyrir farþega í aftursæti bíls sem þegar þykir einstaklega rúmgóður aftan í.

Hingað til hefur Superb einungis fengist sem fimm dyra hlaðbakur eða fernra dyra stallbakur. Þar verður breyting á með nýju kynslóðinni. Hlaðbakurinn hverfur en í staðinn verður boðið upp á stallbak og langbak.

agas@mbl.is