Fyrstu skipin voru í gærkvöldi komin norðaustur fyrir land í leit að loðnu. Fregnir bárust frá einu skipanna um að hugsanlega væri að finna loðnu norður af Melrakkasléttu.

Fyrstu skipin voru í gærkvöldi komin norðaustur fyrir land í leit að loðnu. Fregnir bárust frá einu skipanna um að hugsanlega væri að finna loðnu norður af Melrakkasléttu. Skipin sem lögð voru af stað voru Sigurður VE og Heimaey VE, grænlenska skipið Polar Amaroq og Aðalsteinn Jónsson SU.

Þá lagði rannsóknaskipið Árni Friðriksson í loðnuleiðangur í gær og var stefnan tekin á Vestfjarðamið. Þaðan höfðu borist fréttir frá togurum um loðnu.

Leigja skip í togararall

Hafrannsóknastofnun hefur óskað eftir tilboðum í leigu á allt að þremur togurum í svokölluðu togararalli, stofnmælingum botnfiska á Íslandsmiðum. Árni Friðriksson mun einnig taka þátt í rallinu eins og undanfarin ár, en ekki er gert ráð fyrir þátttöku Bjarna Sæmundssonar, að því er kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. Í mörg ár hafa svokallaðir Japanstogarar sinnt þessu verkefni skv. útboðum.