Meðal þeirra bíla sem munu lækka í verði vegna breytinga á virðisaukaskattkerfinu er hinn nýi og spennandi Citroën C4 Cactus.
Meðal þeirra bíla sem munu lækka í verði vegna breytinga á virðisaukaskattkerfinu er hinn nýi og spennandi Citroën C4 Cactus. — Morgunblaðið/
Mazda á Íslandi og Citroën á Íslandi hafa lækkað verð á öllum nýjum bílum vegna fyrirhugaðra breytinga á virðisaukaskatti sem taka gildi 1. janúar næstkomandi.

Mazda á Íslandi og Citroën á Íslandi hafa lækkað verð á öllum nýjum bílum vegna fyrirhugaðra breytinga á virðisaukaskatti sem taka gildi 1. janúar næstkomandi.

Við breytingarnar lækkar virðisaukaskatturinn úr 25,5% í 24% sem þýðir um 1,2% lækkun á verði nýrra bíla. Þess má geta að hlunnindaskattur lækkar einnig sem þessu nemur.

Í tilkynningu frá Brimborg, umboðsfyrirtæki Mazda og Citroën hér á landi, segir, að sem dæmi um verðlækkun nýrra Mazda-bíla megi nefna Mazda CX-5 sem var á 5.590.000 kr. en kostar nú frá 5.490.000 kr. Eins megi nefna Mazda2 sem var á verði frá 2.190.000 kr. en kostar nú frá 2.150.000 kr. Mazda3 kostaði áður frá 3.190.000 kr. en kostar nú frá 3.140.000 kr.

Citroën á Íslandi hefur lækkað verð á bæði fólksbílum og sendibílum sömuleiðis. Sem dæmi um Citroën-fólksbíla má nefna Citroën C4 Cactus sem var á 2.830.000 kr. en kostar nú frá 2.690.000 kr. Eins má nefna 7 manna Citroën Grand C4 Picasso sem var á verði frá 4.390.000 kr. en er nú á 4.330.000 kr. Citroën C3 var áður frá 2.250.000 kr. en kostar nú frá 2.190.000 kr. Eins og sjá má er verðlækkunin í einhverjum tilfellum meiri en 1,2%.

Sendbílalína Citroën lækkar einnig en sem dæmi má nefna að ódýrasti sendibíllinn á markaðnum, Citroën Nemo dísil, lækkar úr 2.590.000 kr. m.vsk í 2.550.000 kr. m.vsk. og Citroën Berlingo lækkar úr 2.990.000 kr. m.vsk í 2.950.000 kr. m.vsk.

agas@mbl.is

Ágúst Ásgeirsson

Höf.: Ágúst Ásgeirsson