Hreinn Haraldsson
Hreinn Haraldsson
„Það er ánægjuleg þróun í umferðaröryggismálum þjóðarinnar,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Á síðasta ári létust fjórir í þremur banaslysum.

„Það er ánægjuleg þróun í umferðaröryggismálum þjóðarinnar,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Á síðasta ári létust fjórir í þremur banaslysum. Eru það færri banaslys í umferðinni en lengi hefur verið, að minnsta kosti frá 1966 þegar skipulögð slysaskráning hófst.

Ýmsar ástæður eru fyrir slysum í umferðinni, þau tengjast yfirleitt bílnum, veginum eða manninum. Hreinn segir að bætt vegakerfi eigi sinn þátt í þróuninni. „Þegar við gerum tillögur okkar um röðun framkvæmda erum við með fyrir framan okkur töflur og kort um slysastaði. Umferðaröryggi er alltaf númer eitt,“ segir Hreinn. Hann segir að nýir vegir séu ávallt öruggari en þeir gömlu. Það sé ekki eingöngu vegna vegriða á milli akstursleiða heldur séu nýju vegirnir hannaðir fyrir þarfir nútímans. helgi@mbl.is