Breskir laganna verðir á ferð – fleygiferð.
Breskir laganna verðir á ferð – fleygiferð.
Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að sinna eftirliti í umferðinni. Á því fékk umferðarlögreglan í Kambrúarskíri í Englandi (Cambridgeshire) að kenna á nýliðnu ári, að sögn blaðsins Cambridge Post.

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að sinna eftirliti í umferðinni. Á því fékk umferðarlögreglan í Kambrúarskíri í Englandi (Cambridgeshire) að kenna á nýliðnu ári, að sögn blaðsins Cambridge Post.

Í frétt blaðsins kemur fram, að á árinu 2014 hafi hraðamyndavélar í umferðinni gómað lögreglubíla 3.508 sinnum á of mikilli ferð, eða næstum tíu sinnum á dag að jafnaði. Mældust þeir á allt að 210 km/klst. hraða.

Þrátt fyrir allt er hér um framför að ræða hjá lögregluliðinu því árið 2013 braut umferðarlöggan 4.731 sinni lögin sem henni ber að gæta þess að aðrir virði.

Talsmaður lögreglunnar í sýslunni segir lögregluliðið enga hugmynd hafa um hvort lögreglubílarnir brotlegu hafi verið í neyðarakstri vegna slysatilkynninga því ekki væri nánar unnið úr gögnum hraðamyndavélanna.

„Umferðarlögreglumenn okkar eru sérþjálfaðir í hraðakstri til að bregðast við neyðarkalli þar sem viðbragðstími getur ráðið úrslitum um hvort fórnarlömb lifi og til að bregðast við glæpastarfsemi.

Í frásögn blaðsins af umferðarlagabrotum umferðarlögreglunnar segir, að árið 2013 hafi lögreglumaður verið einn á ferð í bíl sínum er hann mældist á 215 km/klst. ferð.

agas@mbl.is