Þórhildur Ólafs
Þórhildur Ólafs
1. febrúar næstkomandi verða prófastsskipti í Kjalarnessprófastsdæmi. Þá lætur sr. Gunnar Kristjánsson af embætti prófasts sem hann hefur gegnt frá 1. apríl 1997. Við prófastsembættinu tekur sr. Þórhildur Ólafs, prestur í Hafnarfjarðarkirkju.

1. febrúar næstkomandi verða prófastsskipti í Kjalarnessprófastsdæmi.

Þá lætur sr. Gunnar Kristjánsson af embætti prófasts sem hann hefur gegnt frá 1. apríl 1997. Við prófastsembættinu tekur sr. Þórhildur Ólafs, prestur í Hafnarfjarðarkirkju. Þetta kemur fram á vef Biskupsstofu.

Sr. Gunnar Kristjánsson er sóknarprestur að Reynivöllum í Kjós. Sr. Gunnar verður sjötugur 18. janúar næstkomandi og mun því láta af prestsskap á þessu ári. Auk prestsstarfa hefur sr. Gunnar sinnt rannsóknum og ritstörfum á sviði menningartengdrar guðfræði með áherslu á bókmenntir og myndlist.

Sr. Þórhildur Ólafs er 64 ára gömul. Hún hefur verið prestur við Hafnarfjarðarkirkju frá því í apríl 2013. Eiginmaður hennar er sr. Gunnþór Ingason, sérþjónustuprestur helgihalds og þjóðmenningar á Biskupsstofu.