Notalegt Sýningargestir nutu sín vel á ströndinni í Kaffistofunni.
Notalegt Sýningargestir nutu sín vel á ströndinni í Kaffistofunni. — Ljósmyndir/Birkir Brynjarsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Nemendagalleríi Listaháskóla Íslands, Kaffistofunni á Hverfisgötu, var breytt í sólarströnd um um liðna helgi fyrir myndlistarsýninguna Wish you were here sem Rakel Mjöll Leifsdóttir og Birgir Sigurjón Birgisson stóðu að.
Nemendagalleríi Listaháskóla Íslands, Kaffistofunni á Hverfisgötu, var breytt í sólarströnd um um liðna helgi fyrir myndlistarsýninguna Wish you were here sem Rakel Mjöll Leifsdóttir og Birgir Sigurjón Birgisson stóðu að. Voru þar sýnd hljóð- og vídeóverk tengd minningum og tímaflakki og 400 kg af hvítum sandi og pálmatré voru flutt í galleríið og gerviströnd búin til. Að kvöldi laugardags var haldin sólstrandarteiti, gjörningar fluttir, tónlist leikin og boðið upp á sumarlega drykki.