Feðgin Jesper Christensen og Trine Dyrholm, en nær ómögulegt var að skilja hann.
Feðgin Jesper Christensen og Trine Dyrholm, en nær ómögulegt var að skilja hann.
Það var með mikilli eftirvæntingu sem undirrituð settist fyrir framan sjónvarpsskjáinn á nýársdag til að fylgjast með fyrsta þætti af Erfingjunum á DR1. Þá bar svo við að undirrituð skildi varla helminginn af því sem leikararnir sögðu.

Það var með mikilli eftirvæntingu sem undirrituð settist fyrir framan sjónvarpsskjáinn á nýársdag til að fylgjast með fyrsta þætti af Erfingjunum á DR1. Þá bar svo við að undirrituð skildi varla helminginn af því sem leikararnir sögðu.

Af umfjöllun í dönskum dagblöðum má ljóst vera að undirrituð er ekki ein um það, því Ekstra bladet heldur því fram að helmingur danskra áhorfenda hafi átt í vandræðum með að skilja leikarana, þeirra á meðal eru Kirsten Lehfeldt, sem fer með hlutverk Lone í þáttunum, og Piv Bernth, yfirmaður leikins sjónvarpsefnis hjá Danmarks Radio (DR). Að sögn Bernth stafa vandræðin af því að hljóðrásin hafi ekki verið útfærð fyrir flatskjái.

Ekki eru allir sáttir við þessa útskýringu og vilja kenna lélegri framsögn leikaranna um. Rifjað er upp að fyrir um áratug þegar þáttaraðirnar Kroníkan og Örninn voru sýndar á DR1 hafi léleg framsögn ungu leikaranna verið harðlega gagnrýnd, því ávallt skildist allt sem reysluboltinn Ghita Nørby sagði í Erninum .

Gagnrýnin leiddi til þess að hugað var sérstaklega að framsögn í næstu þáttum á eftir, s.s. Önnu Pihl , Höllinni og Glæpnum . Það er spurning hvort DR1 þurfi að fara í annað svipað átak, enda afleitt fyrir danska áhorfendur að neyðast til að hafa sjónvarpsþætti sína textaða til þess eins að skilja.

Silja Björk Huldudóttir