Djassdúettinn 23/8 heldur tónleika til heiðurs sænsku djasssöngkonunni Monicu Zetterlund á laugardaginn, 10. janúar, kl. 20 í Norræna húsinu.

Djassdúettinn 23/8 heldur tónleika til heiðurs sænsku djasssöngkonunni Monicu Zetterlund á laugardaginn, 10. janúar, kl. 20 í Norræna húsinu. Dúettinn skipa Stína Ágústsdóttir söngkona og Anna Gréta Sigurðardóttir píanóleikari sem eru báðar búsettar í Stokkhólmi. Með þeim leikur á bassa Leo Lindberg sem mun vera rísandi stjarna í sænska djassheiminum og Einar Scheving á trommur. Á tónleikunum verða flutt lög sem Zetterlund gerði vinsæl, margar þekktar djassperlur sem verða ýmist fluttar á ensku, sænsku eða íslensku.

Zetterlund sló í gegn sem djasssöngkona skömmu fyrir árið 1960, þá tæplega tvítug. Hún söng með mörgum heimskunnum tónlistarmönnum, m.a. Bill Evans og Louis Armstrong og naut einnig mikilla vinsælda í Svíþjóð sem leikkona. Hún kom til Íslands í lok áttunda áratugarins og hélt tónleika með Pétri Östlund o.fl.