Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Hinn íslenskættaði Hans Óttar Lindberg sá um að tryggja Dönum sigur gegn Svíum í vináttulandsleik í handknattleik sem fram fór í Malmö Arena höllinni í Malmö í Svíþjóð í gærkvöld en leikurinn í gær var sá 229. í röðinni á milli þjóðanna.

Hinn íslenskættaði Hans Óttar Lindberg sá um að tryggja Dönum sigur gegn Svíum í vináttulandsleik í handknattleik sem fram fór í Malmö Arena höllinni í Malmö í Svíþjóð í gærkvöld en leikurinn í gær var sá 229. í röðinni á milli þjóðanna.

Í jöfnum og spennandi leik, sem spilaður var fyrir framan rúmlega 7 þúsund áhorfendur, fögnuðu lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar sigri, 24:23. Hægri hornamaðurinn Hans Óttar skoraði sigurmarkið fyrir Dani skömmu fyrir leikslok en Svíar voru marki yfir eftir fyrri hálfleikinn, 11:10, og voru 23:22 yfir þegar um þrjár mínútur voru til leiksloka.

Svíar verða fyrstu mótherjar Íslendinga á HM í Katar þann 16. janúar en þjóðirnar mætast samt á æfingamóti, sem fyrir löngu var búið að ákveða, í Kristianstad í Svíþjóð á föstudagskvöldið. Daginn eftir mætast Íslendingar og Danir í Álaborg. gummih@mbl.is