Afkastamikill Andrés Þór varð fertugur 27. desember sl. Á afmælisárinu gaf hann út tvær hljómplötur, nótnahefti og var útnefndur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar.
Afkastamikill Andrés Þór varð fertugur 27. desember sl. Á afmælisárinu gaf hann út tvær hljómplötur, nótnahefti og var útnefndur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar. — Morgunblaðið/RAX
Kvartett gítarleikarans Andrésar Þórs Gunnlaugssonar leikur á fyrsta djasskvöldi ársins á Kex hosteli í kvöld og hefjast tónleikarnir kl. 20.30 og standa í um tvær klukkustundir með hléi.
Kvartett gítarleikarans Andrésar Þórs Gunnlaugssonar leikur á fyrsta djasskvöldi ársins á Kex hosteli í kvöld og hefjast tónleikarnir kl. 20.30 og standa í um tvær klukkustundir með hléi. Í kvartettinum eru auk Andrésar þeir Agnar Már Magnússon sem leikur á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Kvartettinn flytur lög úr nýútkominni nótnabók með lögum Andrésar, sem kom út í tengslum við fertugsafmæli hans í fyrra. Í bókinni eru öll hljóðrituð lög Andrésar sem komið hafa út á diskum á árunum 2004-2014. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.