Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
„Þetta er sorglegt og leiðinlegt og við óskum þess ekki að vera í fjölmiðlum í slíkum tilvikum,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström við fréttavef TV2 í Noregi í gær þegar hann var inntur eftir viðbrögðum...

„Þetta er sorglegt og leiðinlegt og við óskum þess ekki að vera í fjölmiðlum í slíkum tilvikum,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström við fréttavef TV2 í Noregi í gær þegar hann var inntur eftir viðbrögðum eftir að norska knattspyrnusambandið tilkynnti að Lilleström mundi hefja keppni í norsku úrvalsdeildinni í vor með eitt stig í mínus þar sem félagið hefði ekki uppfyllt fjárhagsleg skilyrði norska leyfiskerfisins.

„Við getum ekki eytt of mikilli orku í þetta mál. Við höfum áfrýjað og vonum og sambandið gefi eftir og fjarlægi mínusstigið,“ sagði Rúnar, sem stýrði sinni fyrstu æfingu hjá Lilleström í gær ásamt aðstoðarmanni sínum, Sigurði Ragnari Eyjólfssyni. gummih@mbl.is